Hjónabandið búið ef ekki væri fyrir Blue Ivy

Beyoncé og Jay Z hafa gengið í gegnum hjónabandserfiðleika.
Beyoncé og Jay Z hafa gengið í gegnum hjónabandserfiðleika. mbl.is/AFP

Eins og mörg önnur hjón þá hafa þau Beyoncé og Jay-Z gengið í gegnum sína erfiðleika. Jay-Z hélt framhjá Beyoncé og segir heimildamaður sem þekkir til hjónanna að ef ekki væri fyrir eldri dóttur þeirra, Blue Ivy, væri hjónabandið kannski búið. 

Heimildamaðurinn segir People að það hafi verið erfitt fyrir tónlistarfólkið að halda hjónabandinu gangandi. „Það tók Beyoncé langan tíma að treysta aftur. Hún átti erfitt með að halda áfram og fyrirgefa. En til þess að halda fjölskyldunni saman var það mjög mikilvægt.“

Jay-Z viðurkenndi loksins ótryggðina við eiginkonuna í viðtali á dögunum en söngkonan fjallaði meðal annars um það á plötu sinni Lemonade. Svo virðist sem að Beyoncé hafi getað fyrirgefið enda eignuðust hjónin tvíbura í sumar og segir heimildamaðurinn að það hafi gert hjónin enn nánari. 

Blue Ivy er sögð hafa haldið hjónunum saman.
Blue Ivy er sögð hafa haldið hjónunum saman. skjáskot/beyonce.com
mbl.is