Óður í tattú eins og pabbi

Feðgarnir eru með sameiginlegan tattúáhuga.
Feðgarnir eru með sameiginlegan tattúáhuga. skjáskot/Instagram

Brooklyn Beckham fékk kannski ekki knattspyrnuáhugann frá föður sínum, David Beckham, en svo virðist sem hann hafi smitast af tattúáhuga hans. Brooklyn hefur verið duglegur að bæta í tattúsafn sitt síðasta árið. 

Nýjasta tattú elsta sonar David Bekcham er á rómantísku nótunum en hann fékk sér tattú á magann af ástarguði spenna boga sinn. Samkvæmt People á það að vera afar sársaukafullt að láta flúra þennan líkamspart. 

Fun one for BB 👼🏼🏹 thankz bud @brooklynbeckham

A post shared by Doctor Woo (@_dr_woo_) on Dec 5, 2017 at 2:17pm PST

Brooklyn fékk sitt fyrsta tattú í apríl á þessu ári og er hann búinn að bæta nokkrum við, þar á meðal þessu nýja rómantíska tattúi. Hann á þó enn langt í land til þess að ná föður sínum en David er sagður vera með yfir 40 tattú á líkama sínum. 

David Beckham er með mikið af tattúum.
David Beckham er með mikið af tattúum.

Cheers mark ❤

A post shared by bb (@brooklynbeckham) on Aug 2, 2017 at 3:57pm PDTmbl.is