Reynolds í nýrri Pokémon-mynd

Ryan Reynolds verður með í nýrri Pokemon-mynd.
Ryan Reynolds verður með í nýrri Pokemon-mynd. mbl.is/AFP

Leikarinn Ryan Reynolds mun fara með hlutverk í leikinni Pokémon mynd. Rob Letterman mun leikstýra myndinni. 

Variety greinir frá myndinni sem er titluð Detective Pikachu og mun Reynolds fara með hlutverk Pikachu. Með Reynolds munu þau Justice Smith og Kathryn Newton leika í myndinni.

Í er föður unglingsins sem Smith leikur rændur. Persóna Smith fær því Pickachu til að hjálpa sér að leita af föður sínum. Newton mun síðan leika blaðamann. 

Áður hafa verið gerðar teiknimyndir upp úr Pokémon-heiminum þar á meðal 20 sjónvarpsþáttaraðir en Pokémon kom fyrst fram á sjónarsviðið í Japan árið 1996. 

Pickachu ásamt Pokémon-þjálfaranum Ash Ketchums.
Pickachu ásamt Pokémon-þjálfaranum Ash Ketchums. Mynd/Wikipedia
mbl.is