Fyrrverandi verslunarstjórar opna búð

Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín.
Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín.

Salka hefur opnað uppþeytibúð (pop-up) að Suðurlandsbraut 4 þar sem bókaútgáfan er til húsa. Anna Lea Friðriksdóttir og Dögg Hjaltalín, eigendur Sölku, eru báðar alvanar bóksölu enda hafa þær báðar starfað sem verslunarstjórar í Bókabúð Máls og menningar og kunna því ýmislegt fyrir sér í þeim efnum. Ástæðan fyrir að þær ákváðu að opna búð er einföld.

„Skemmtilegasta starf í heimi er að vera bókaútgefandi. Fast á hælana fylgir svo að vera bóksali, sér í lagi í desember. Þegar það losnaði flott rými á jarðhæðinni hjá okkur vorum við ekki lengi að stökkva á það,“ segja þær.

Í búðinni má finna fjölbreytt úrval bóka ásamt vandaðri gjafa- og hönnunarvöru.

„Við erum umkringdar hæfileikaríku fólki sem er að gera frábæra hluti þannig að þótt aðdragandinn að opnuninni hafi verið stuttur er búðin þegar vel búin af fallegu íslensku handverki, listaverkum og að sjálfsögðu góðum bókum. Við leggjum mikið upp úr að hafa notalegt andrúmsloft í búðinni enda eiga bókabúðir að vera skemmtilegur staður að heimsækja. Við erum með pool-borð sem fólk getur tekið leik á, plötuspilara svo að allir geti fengið sitt óskalag, höfundar okkar afgreiða og árita og það er alltaf heitt á könnunni,“ bæta þær við og taka fram að fyrstu hundrað viðskiptavinir búðarinnar fá fallega bókagjöf.

Salka gefur út hátt í 20 titla á ári; skáldsögur, barnabækur, matreiðslubækur, þýddar bækur og bækur almenns eðlis svo eitthvað sé nefnt. Stefna Sölku er ekki flókin. Hún felst í að vinna að skemmtilegum bókum með skemmtilegu fólki og hefur það gefist vel.

Dögg Hjaltalín, Anna Lea Friðriksdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir.
Dögg Hjaltalín, Anna Lea Friðriksdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson