Í mál vegna ásakana um nauðgun

Leikarinn Charlie Sheen.
Leikarinn Charlie Sheen. AFP

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen hefur höfðað mál gegn slúðurblaðinu National Enquirer fyrir að hafa gefið í skyn í umfjöllun sinni að hann hefði beitt leikarann Corey Haim kynferðisofbeldi er hann var á barnsaldri. Sheen segir að greinin hafi verið birt sem hefndaraðgerð þar sem blaðið hafi ekki fengið að flytja fyrst allra fjölmiðla fréttir af því að Sheen væri HIV-jákvæður.

Corey Haim er látinn. Vinur hans og jafni, Corey Feldman, hefur sagt frá því að þeir hafi báðir verið misnotaðir kynferðislega er þeir voru rísandi barnastjörnur í kvikmyndaheiminum. Hann segir að Haim hafi verið nauðgað.

Sheen segir greinar National Enquierer sérstaklega viðurstyggilegar þar sem hann eigi fimm börn sem séu á svipuðum aldri og Haim var er brotið var gegn honum.

Lögmenn dagblaðsins segjast hvergi bangnir og þeir hlakki til réttarhaldsins.

Þann 8. nóvember birti dagblaðið frétt um að Sheen væri sá sem hefði misnotað Haim og hefði ýtt honum inn á veg eiturlyfjaneyslu. Þá hafi hann setið um önnur ung börn.

Sheen sakar dagblaðið um ærumeiðingar. Í dómsmálinu þarf hann, að því er fram kemur í frétt Hollywood Reporter, að sanna að blaðið birti fréttina af illgirni og hafi annaðhvort vitað að fréttin var röng eða litið fram hjá sannleikanum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant