Leikkonurnar mæta í svörtu

Meryl Streep mætir ef til vill í svörtu á Golden ...
Meryl Streep mætir ef til vill í svörtu á Golden Globe í byrjun næsta árs. mbl.is/AFP

Meira en 30 leikkonur í Hollywood hafa hópað sig saman og ætla að mæta svartklæddar á Golden Globe-verðlaunin í byrjun janúar á næsta ári, en tilnefningar voru tilkynntar í vikunni. 

E! greinir frá því að leikkonurnar hafi hópað sig saman og ákveðið að klæðast svörtu í mótmælaskyni vegna þeirra framkomu sem konur í bransanum hafa mætt af hálfu áhrifamanna í kvikmyndaiðnaðnum. 

Meryl Streep fékk tilnefningu eins og svo oft áður en hún er meðal þeirra sem fordæmdu framferði kvikmyndaframleiðndans Harveys Weinsteins svo ekki er ólíklegt að hún mæti í svörtu.

Sjálf vissi hún ekki af málunum og þakkaði Weinstein til að mynda í óskarsverðlaunaræðu. Hún gagnrýndi ekki bara Weinstein þegar upp komst um málið heldur líka að ekki hefði verið sagt frá þessu fyrr.

Harvey Weinstein er aðalpersónan í mörgum reynslusögum kvenna í Hollywood.
Harvey Weinstein er aðalpersónan í mörgum reynslusögum kvenna í Hollywood. mbl.is/AFP
mbl.is