Sjaldséð strákaleysi slær í gegn

Öll aðalhlutverk og stærri aukahlutverk myndarinnar eru í höndum kvenna.
Öll aðalhlutverk og stærri aukahlutverk myndarinnar eru í höndum kvenna.

Gamanmyndin Pitch Perfect 3 mun líklega seint vinna til Óskarsverðlauna. Um er að ræða nokkuð einfalda gamanmynd, miðaða inn á ungt fólk, þar sem fjör, tónlist og vinátta er í fyrirrúmi.

Þessi lýsing ein og nægir eflaust til að fá augu margra lesenda til að ranghvolfast.

Stelpumynd - Oj.

En þessi tiltekna „stelpumynd“ sker sig úr hópnum, sem þó er fáliðaður fyrir. Kvikmynd, með konum í öllum aðalhlutverkum, sem snýst ekki um sambönd þeirra við karlmenn, er nefnilega einstaklega sjaldgæf sjón.

Olnbogabarnið upphafið

Pitch Perfect 3 segir frá háskóla-sönghópnum Bellunum sem nú eru útskrifaðar og hafa farið hver í sína áttina en fá tækifæri til að koma saman að nýju og búa til „gjeggjaða tónlist.“

Sambönd og samskipti innan hópsins sem telur m.a. Önnu Kendrick, Rebel Wilson, Brittany Snow og Önnu Camp, eru í fyrirrúmi eins og í fyrri myndunum tveimur. Fyrsta myndin kom út árið 2012 og sló óvænt í gegn, bæði meðal áhorfenda og gagnrýnenda.

„Hún upphóf olnbogabarnið. Hún var frökk.“ segir kvikmyndagagnrýnandinn Rihanna Dhillon í grein Steven McIntosh hjá BBC. „Hún öðruvísi konur en við eigum að venjast að sjá á skjánum, hún braut niður staðalímyndir. Það var afar mikilvægt en ekki þvingað.

Pitch Perfect 2 varð tekjuhæsta gaman-söngleikjamynd allra tíma þegar hún kom út árið 2015 en þrátt fyrir velgengnina hafa fáar áþekkar sögur náð á hvíta tjaldið.

McIntosh bendir til ársins 2011, þegar Bridesmaids átti að kalla fram varanlegar breytingar í Hollywood og sannfæra stjórnendur kvikmyndaveranna um að konur geti bæði verið fyndnar og halað inn peningum. Fjölmargar greinar voru skrifaðar um yfirvofandi holskeflu sturlaðra stelpumynda en hún lét aldrei sjá sig og Bechdel prófinu tekst enn að fella meirihluta útgefinna kvikmynda.

Bridesmaids þótti marka straumhvörf í heimi kvikmyndanna en þau hafa …
Bridesmaids þótti marka straumhvörf í heimi kvikmyndanna en þau hafa lítið látið fyrir sér fara síðan.

„Það hafa verið myndir eins og Bachelorette og Rough Night en á móti kemur að þessar myndir snúast um hjónaband, gæsun, sem Bridesmaids gerði fyrst og gekk svo vel að allt annað hefur fallið í skuggann,“ segir Dhillon.

Slíkar myndir, segir Dhillon, hafa ekki skilið fyllilega við þá hugmynd að konur geti aðeins komið saman þegar samband við karlmann er til staðar.

„Maður hugsar ekki um Pitch Perfect myndirnar sem rómantískar gamanmyndir, jafnvel þó það sé rómantík í þeim. Ég held að Hollywood þurfi að átta sig á því að konur eru jafn ánægðar með að sjá vináttu kvenna og ástarsambönd á skjánum.

Konur fái sínar eigin sögur

Margar nýlegar myndir sem skartað hafa konum í helstu hlutverkum hafa orðið umdeildar. Sú var til að mynda raunin með endurgerð Ghosbusters sem Dhillon segir nánast hafa verið dæmd til að misheppnast.

„Af því að hún tæklaði vinsæla kvikmynd og af því að þeir tóku sérstaklega fram að munurinn væri að [aðalpersónurnar] væru allt konur í þetta skipti, og það þýðir ekki endilega að myndin verði góð“

Aðsókn á Ghostbusters var undir væntingum og áður en hún kom út sló stikla kvikmyndarinnar vafasamt met á YouTube þar sem aldrei höfðu fleiri notendur látið sér „mislíka“ við myndband í sögu miðilsins.

Leslie Jones fór með eitt af aðalhlutverkunum í Ghostbusters sem …
Leslie Jones fór með eitt af aðalhlutverkunum í Ghostbusters sem hlaut hörmulega útreið meðal virkra í athugasemdum. AFP

Dhillon hefur svipaða tilfinningu fyrir Ocean‘s Eight, sem er væntanleg 2018. Sú skartar átta kvenkyns þjófum en er byggð á kvikmyndinni Ocean‘s 11 þar sem allir þjófarnir 11 eru karlkyns. Hún segir spælandi að framleiðendur þurfi að hoppa á gamlar sögur til að koma konum að, fremur en að finna nýjar.

Einmitt þar skarar Pitch Perfect fram úr.

Þrátt fyrir að vera aðlöguð að hvíta tjaldinu upp úr bók hlaut fyrsta myndin lof fyrir að vera frumleg en þar má bæði þakka óhefluðum húmor og spuna leikkvennanna s.s. Rebel Wilson. Þá gerði markaðssetning myndarinnar á engan hátt út á það að um kvennamynd væri að ræða.

Falskur femínismi?

Auðvitað er hægt að deila um skemmtanagildi og gæði myndanna auk þess sem söngleikjamyndir eru alls ekki allra. Öllu stærra deiluefni, í því samhengi sem hér um ræðir, er hinsvegar skortur á fjölbreytileika meðal leikkvennanna. Aðalpersónur Pitch Perfect eru langflestar hvítar en aukaleikkonur utan þess ramma taka að sér hlutverk útjaskaðra staðalímynda.

Ein persónanna í Pitch Perfect 2 er flóttamaður frá Guatemala, og ræðir aðeins um hörmungar á við mannsal og svelti – en alvarleiki þessa raunverulegu vandamála er einmitt settur fram sem kómík. Önnur er asísk og talar svo lítið og lágt að það er eins og hún tísti.

Myndin er að einhverju leyti dæmi um hvítþvegin femínisma, en jafnvel slíkar sögur eru skref í rétta átt frá því kventómarúmi sem ríkir í kvikmyndaheiminum. Og rétt er að taka fram að enn hafa engar fregnir borist af því hvort Pitch Perfect 3 falli í sömu gildru eða bæti úr.

Rebel Wilson sló í gegn í fyrstu myndinni. Hún spinnur …
Rebel Wilson sló í gegn í fyrstu myndinni. Hún spinnur margar af senum persónu sinnar, Fat Amy, og hefur hlotið mikið lof fyrir að styðja við jákvæða líkamsímynd með húmor. AFP

Pitch Perfect 3, sem frumsýnd verður hér á landi 26. desember, hefur verið markaðssett sem sú síðasta í þríleiknum. Kynningarefni myndarinnar ber þannig yfirskriftina „Last Call, Pitches“ sem bendir til að ekki verði haldið lengra að sinni.

Enn er þó þorandi að vona, óháð göllum hennar og gerð, að fleiri sambærilegar „strákalausar“ stelpumyndir fari að líta dagsins ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson