Leikskólinn kostar 2 milljónir á ári

Karlotta prinsessa varð tveggja ára í maí og byrjar í …
Karlotta prinsessa varð tveggja ára í maí og byrjar í leikskóla eftir áramót. mbl.is/AFP

Það fer ekki á milli mála að Karlotta prinsessa er orðin tveggja ára. Prinsessan með grallarasvipinn byrjar á leikskóla eftir áramót. Leikskólinn sem prinsessan fer í er staðsettur í kirkju en er alls ekki ókeypis. 

Samkvæmt talsmanni Kensington-hallar voru þau Vilhjálmur og Katrín hrifin af starfsfólki leikskólans Willcoks Nursery School. Staðsetning skólans hefur örugglega spilað inn í valið en hann er aðeins í tíu mínútna akstursfjarlægð frá höllinni og 15 mínútna göngufjarlægð. Leikskólinn er staðsettur í kirkju við hliðina á tónleikahúsinu Royal Albert Hall. 

Karlotta er sögð vera með heilsdagspláss en það kostar töluvert meira en átta tíma vistun í leikskóla á Íslandi. Samkvæmt The Sun kostar þriggja klukkustunda vistun fimm daga vikunnar 3.050 pund á önn eða um 425 þúsund íslenskra króna. Eftirhádegisskóli kostar síðan ekki nema 1.800 pund á önn eða um 255 þúsund íslenskra króna. Samtals getur leikskólinn kostað 14.550 pund á ári fyrir þá sem sem eru allan daginn í skólanum en það eru um tvær milljónir króna. 

Georg prins, stóri bróðir Karlottu, hóf skólagöngu í haust en skólagjöldin í Thom­as's Batter­sea-skólann eru líka yfir tvær milljónir á ári. 

Systkinin Georg og Karlotta eru ekki í ódýrum skólum.
Systkinin Georg og Karlotta eru ekki í ódýrum skólum. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant