Vilja skála lengur fyrir Harry og Meghan

Harry og Meghan Markle.
Harry og Meghan Markle. AFP

Innanríkisráðuneytið í Bretlandi er nú með til skoðunar að lengja afgreiðslutíma kráa í tilefni af brúðkaupi Harrys prins og Meghan Markle. Brúðkaupið verður föstudaginn 18. maí og er nú til skoðunar að leyfa krám að hafa opið til 1 aðfaranótt laugardagsins.

Harry og Meghan munu ganga í hjónaband í St George-kapellunni í Windsor-kastala. 

Innanríkisráðuneytið ætlar að gefa sér fjórar vikur til fara yfir málið. „Hið konunglega brúðkaup verður hátíð allrar þjóðarinnar og við viljum að allir geti gert sem mest úr þessum sögulega viðburði,“ er haft eftir Amber Rudd innanríkisráðherra í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar.

Hún segist vonast til þess að lengri afgreiðslutími verði til þess að fólk gleðjist saman.

Kráareigendur taka tillögunum fagnandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant