Fjórar konur í stað þriggja karla

Filomena Cautela, Sílvia Alberto, Daniela Ruah og Catarina Furtado.
Filomena Cautela, Sílvia Alberto, Daniela Ruah og Catarina Furtado. Ljósmynd/Eurovision

Fjórar konur verða kynnar á Eurovision, Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva, sem fer fram í Lissabon í Portúgal í maí. Er það u-beygja frá síðustu keppni þegar þrír karlar kynntu framlög Evrópulandanna fyrir áhorfendum í Úkraínu í fyrra.

Filomena Cautela, Sílvia Alberto, Daniela Ruah og Catarina Furtado munu kynna herlegheitin í Portúgal, að því er fram kemur á vefsíðu Eurovision.

Allar eiga þær sameiginlegt að hafa starfað við leiklist í gegnum tíðina. Ruah er sú eina þeirra sem er fædd utan Portúgals en hún fæddist í Boston. Faðir hennar er portúgalskur en móðir hennar er bandarísk og fjölskyldan flutti til Portúgals þegar Ruah var fimm ára gömul.

42 lönd munu taka þátt í keppninni í ár. Rússar munu aftur taka þátt en þeir sniðgengu keppnina í Úkraínu í fyrra. Auk þess munu Ástralar taka þátt í keppninni í fjórða skiptið í röð.

Hinn hjartveiki Sal­vador Sobral bar sigur úr býtum í keppninni í fyrra þegar hann flutti lagið Amar Pel­ors Dois eða Ást fyr­ir tvo.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson