Verðlaunaþættirnir sem þú verður að sjá

Elisabeth Moss fer með aðalhlutverkið í The Handmaid´s Tale.
Elisabeth Moss fer með aðalhlutverkið í The Handmaid´s Tale.

Þeir sem eru með Sjónvarp Símans eiga góða daga fram undan, það er að segja ef þeir eru ekki nú þegar búnir að horfa á The Handmaid's Tale, This is Us og Fargo. Þessir þættir eiga það sameiginlegt að hafa sópað til sín Golden Globe-verðlaunum sem veitt voru í 75. skipti á sunnudagskvöldið.

Þeir sem hafa horft á þættina The Handmaid's Tale eru líklega ekki undrandi á því að þættirnir skyldu vinna í flokknum bestu dramaþættirnir. 

Þættirnir hafa fengið mikið lof síðan þeir komu út, ekki bara gagnrýnenda heldur líka áhorfenda. Þess má til gamans geta að The Handmaid's Tale eru mest spiluðu þættirnir í Sjónvarpi Símans fyrir utan Stellu Blómkvist. Þeir sem eru búnir að horfa á fyrstu seríu geta farið að hlakka til því sería tvö er væntanleg í apríl. 

Leikkonan Elisabeth Moss fer með aðalhlutverkið í The Handmaid's Tale. Hún fékk verðlaun fyrir bestan leik leikkonu í aðalhlutverki. Moss er þekkt sem Peggy Olson úr Mad Men-þáttunum og sýnir í þessum nýju þáttum mikla breidd sem leikkona. 

Svo eru það sjónvarpsþættirnir This is Us sem hlutu Golden Globe-verðlaunin fyrir besta leikara í aðalhlutverki. Það var leikarinn Sterling K. Brown sem fékk þessi verðlaun fyrir að fara með hlutverk Randalls Pearsons í þáttunum.

This is Us eru frábærir þættir sem hafa fengið mikið lof. Þættirnir fylgja eftir nokkrum persónum sem allar eiga sama afmælisdag en eru að öðru leyti ólíkar persónur sem ganga ólíka vegferð í gegnum lífið.

Svo var það skoski leikarinn Ewan McGregor sem hlaut verðlaun fyrir leik sinn í hinum eilífa vetri Fargo-þáttanna.

Fargo-þáttaraðirnar tengjast ekki sín á milli í söguþræði en það er samt óhætt að mæla með þeim öllum rétt eins og kvikmyndinni frá 1996, sem er fyrir löngu orðin klassík. Hægt er að horfa á þetta allt í Sjónvarpi Símans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson