Brad Pitt sagður æfur út í Angelinu Jolie

Angelina Jolie og Brad Pitt eiga sex börn saman.
Angelina Jolie og Brad Pitt eiga sex börn saman. mbl.is/AFP

Angelina Jolie mætti með 14 ára gamlan son sinn og Brad Pitts, Pax Thien Jolie-Pitt, á Golden Globe-verðlaunahátíðina á sunnudaginn. Brad Pitt er sagður allt annað en sáttur með þessa ákvörðun Jolie. 

Leikarahjónin fyrrverandi eiga sex börn saman en Pitt frétti það frá hinum börnum þeirra á síðustu stundu að Pax væri að fara á Golden Globe. Heimildamaður náinn leikaranum sagði vefnum Hollywood Life að Pitt væri æfur út í Jolie fyrir að hafa ekki rætt þetta við sig. 

Pitt er sagður þakklátur fyrir það að börn hans fái að upplifa einstaka viðburði en hann vilji samt sem sem áður fá að vera með í ráðum þegar stórar ákvarðanir eru teknar eins og það að mæta á stórar verðlaunaafhendingar. 

Angelina Jolie tók son sinn Pax með á Golden Globe.
Angelina Jolie tók son sinn Pax með á Golden Globe. mbl.is/AFP

Jolie hélt uppteknum hætti og tók þau Shiloh Jolie-Pitt og Zahöru Jolie-Pitt með á verðlaunaafhendingu á þriðjudaginn. Jolie hefur verið dugleg að taka börn sín með sér upp á síðkastið á opinbera viðburði og mun Pitt ekki vera sannfærður um að það sé endilega gott fyrir börnin. 

Angelina Jolie, Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt og Loung Ung.
Angelina Jolie, Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt og Loung Ung. AFP
mbl.is