Hætt á öllum samfélagsmiðlum

Meghan Markle er í samfélagsmiðlabanni sem verðandi hluti bresku konungfjölskyldunnar.
Meghan Markle er í samfélagsmiðlabanni sem verðandi hluti bresku konungfjölskyldunnar. mbl.is//AFP

Leikkonan Meghan Markle, unnusta Harry Bretaprins, er hætt á samfélagsmiðlum en breska konungsfjölskyldan ekki að vera á samfélagsmiðlum. 

Meghan er því búin að loka aðgöngum sínum á Facebook, Instagram og Twitter. Meghan var afkastamikil á netinu áður en hún byrjaði með Harry en auk þess að birta reglulegar myndir á Instagram hélt hún úti bloggsíðunni The Tig  en þó nokkuð er síðan henni var lokað. 

Þrátt fyrir að Meghan hafi verið óvirk á samfélagsmiðlum var Instagram-síða hennar enn opin þangað til fyrir stuttu. Nú hefur henni verið lokað þar sem Meghan býr sig undir nýtt hlutverk. 

Konungsfjölskyldan er ekki á samfélagsmiðlum er opinberar síður hennar á samfélagsmiðlum eru mjög virkar. Birtast reglulega tilkynningar og myndir á Facebook og Twitter. 

Meghan Markle.
Meghan Markle. mbl.is/AFP
mbl.is