Eru með lag í Eurovision í Litháen

Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson eru alsælir með árangurinn.
Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson eru alsælir með árangurinn.

Valgeir Magnússon og Sveinn Rúnar Sigurðsson láta sér ekki nægja að vinna með íslenskan markað heldur ætla þeir að reyna fyrir sér í Eurovision-keppninni í Litháen. Nú er lag þeirra komið í úrslitaþáttinn. Það er hin 16 ára Germanté sem syngur lag þeirra Turn it Up í keppninni.

„Það var mjög spennandi að fylgjast með þessu því ég vissi að dómnefndin gaf okkur ekki háa einkunn svo við þurftum að gera mjög vel í símakosningunni. Þegar hún svo kom inn þá vann stúlkan með yfirburðum þá kosningu svo þetta verður spennandi í úrslitunum. Germanté sem syngur lagið er aðeins 16 ára gömul svo þetta er eflaust mikil pressa en hún er nýkomin úr Voice þar sem hún komst mjög langt svo hún ætti að vera talsvert sjóuð,“ segir Valgeir í samtali við mbl.is. 

Sveinn Rúnar á svo annað lag í keppninni svo þetta gæti orðið mjög spennandi.

„Já, Turn it Up var samvinnuverkefni okkar Oskars, Joels, Valla og mín en svo á ég annað lag í keppninni með manni að nafni Gytis Valickas sem Idol-stjarnan Paulu Valentaité syngur. En það lag fer í undanúrslit þann 19. janúar. Við Valli vorum einmitt að tala um það í dag að skella okkur á úrslitin í febrúar til Litháen,“ segir Sveinn Rúnar. 

Söngkonan Germanté er 16 ára.
Söngkonan Germanté er 16 ára.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson