Hafa ekki tíma fyrir brúðkaupið

Rose Leslie og Kit Harington eru ekki búin að skipuleggja ...
Rose Leslie og Kit Harington eru ekki búin að skipuleggja brúðkaupið. mbl.is/AFP

Game of Thrones-stjörnurnar Rose Leslie og Kit Harington kynntust við tökur á sjónvarpsþáttunum árið 2012, þau trúlofuðu sig svo í september en hafa enn ekki skipulagt brúðkaupið. 

Leslie er í viðtali við febrúarútgáfu Town & Country  þar sem hún segist hafa svo mikið að gera að hún hafi ekki tíma til þess að pæla í brúðkaupinu. „Ég er að reyna koma brúðkaupinu fyrir,“ sagði Leslie. „Ég hef ekki tæklað það. Það er bara of mikið að gera.“

mbl.is