Camy klikk færði Barnaspítalanum gjöf

Camilla Rut lét gott af sér leiða með jólatónleikum sínum.
Camilla Rut lét gott af sér leiða með jólatónleikum sínum.

Snapchat-stjarnan og söngkonan Camilla Rut eða Camy klikk færði Barnaspítala Hringsins gjöf ásamt Hard Rock en Camilla Rut hélt jólatónleika þar ásamt eiginmanni sínum í desember. 

Camilla Rut ásamt Styrmi frá Hard Rock færði Barnaspítalanum Playstation 4 og fjarstýringar en hún birti myndir á Facebook þar sem starfsmaður Barnaspítalans tók við gjöfum frá henni og Styrmi.

Snapchatstjarnan ræddi við Smartland um tónleikana fyrir jól þar sem hún segist meðal annars hafa sungið frá því að hún fæddist enda alin upp í gospelinu. „Stund­um er ég með Tinu Turner á repeat of lengi, þá á karl­inn til að segja stopp,“ sagði hún um tónlistarsmekkinn. 


 

mbl.is