Enn saman eftir 35 ár

Sting og Trudie Styler.
Sting og Trudie Styler. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Sting sem sló fyrst í gegn með hljómsveit sinni the Police er búinn að vera giftur eiginkonu sinni, Trudie Styler, í rúm 25 ár en þau hafa verið saman frá því árið 1982. Það er sjaldgæft að ástarsambönd í skemmtanabransanum endist svo lengi. 

Sting og leikkonan, framleiðandinn og leikstjórinn Styler byrjuðu saman sama ár og hann eignaðist sitt annað barn með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Frances Tometly. Eftir tíu ára samband giftu þau Sting og Styler sig árið 1992. Saman eiga þau fjögur börn. 

Sting og Styler virðast því ætla að sigla saman inn í eftirlaunaaldurinn ef fer sem horfir en Sting er 66 ára en Styler er nýorðin 64 ára. 

Sting og Trudie Styler.
Sting og Trudie Styler. mbl.is/AFP
mbl.is