Neitaði að samþykkja Christopher Plummer

Mark Wahlberg samdi vel.
Mark Wahlberg samdi vel. mbl.is/AFP

Leikarinn Mark Wahlberg er sagður hafa neitað að samþykkja að Christopher Plummer tæki við hlutverki Kevin Spacey í All the Money in the World nema hann fengi yfir eina milljón dollara fyrir leik sinn fyrir endurupptökurnar. 

Fréttir bárust af því í vikunni að Mark Wahlberg hefði fengið eina og hálfa milljón dollara fyrir endurleik sinn í All the Money in the World á meðan mótleikkona hans, Michelle Williams, hafi fengið innan við 1.000 dollara. 

Christopher Plummer tók við hlutverki Kevin Spacey.
Christopher Plummer tók við hlutverki Kevin Spacey. mbl.is/AFP

USA TODAY segir frá því að Wahlberg hafi nýtt sér ákvæði í samningi sínum þess efnis að hann þyrfti að samþykkja alla mótleikara sína. Annar heimildamaður segir að lögfræðingur Wahlberg hafi neitað að Plummer tæki við hlutverkinu þangað til launakröfunum yrði mætt. 

Williams sem fékk lítið borgað fyrir endurupptökurnar lýsti því yfir áður en málið kom upp að hún hefði verið til í að fórna laununum sínum fyrir endurupptökurnar. 

All the Money in the World átti að skarta Kevin Spacey í einu af aðalhlutverkunum en eftir að upp komst um kynferðisleg hneykslismál hans var ákveðið að taka upp atriði Spacey aftur með Plummer. 

Mark Wahlberg, Michelle Williams og Ridley Scott, leikstjóri myndarinnar.
Mark Wahlberg, Michelle Williams og Ridley Scott, leikstjóri myndarinnar. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson