Skáluðu fyrir „góðu gæjunum“

Olivia Munn og Niecy Nash voru í stíl.
Olivia Munn og Niecy Nash voru í stíl. mbl.is/AFP

Það vottaði fyrir kaldhæðni í orðum leikkonunnar Oliviu Munn, gestgjafa Critics Choice-verðlaunanna, þegar hún skálaði fyrir „góðu gæjunum“ ásamt leikkonunni Niecy Nash á verðlaunaafhendingunni í gær. 

Verðlaunahátíðavertíðin er að byrja og er þetta önnur hátíðin í vikunni þar sem fast er skotið á karlmenn í bransanum. Vildi hún þakka góðu gæjunum í Hollywood sem héldu fundi í fundarherbergjum í stað hótelherbergja.

„Ég vil þakka framleiðendunum fyrir að borga mér og Niecey sömu upphæðina og Mark Wahlberg milljón dollara,“ sagði Munn og skaut þar á þá frétt að laun leikarans Marks Wahlbergs hafi verið langtum hærri en laun mótleikkonu hans, Michelle Williams, fyrir endurupptöku All the Money in the World.

mbl.is