Tók ekki við verðlaunum eftir ásakanir

James Franco tók ekki á móti verðlaunum sínum í gær.
James Franco tók ekki á móti verðlaunum sínum í gær. mbl.is/AFP

James Franco mætti ekki á Critics Choice Awards í gær, fimmtudag, þar sem hann átti að taka á móti verðlaunum fyrir hlutverk sitt í The Disaster Artist. Ástæðan mun vera sú að nokkrar konur stigu fram og ásökuðu hann um ósæmilega hegðun og að hafa nýtt sér stöðu sína á kynferðislegan hátt. 

„Hann er á slæmum stað, svo slæmum að hann er búinn að skipta um símanúmer,“ sagði heimildamaður náinn Franco við People og sagði að leikarinn væri í felum og talaði bara við útvalda vini. 

Á miðvikudaginn var Franco gestur í spjallþætti Seths Meyers þar sem hann sagðist hafa sína hlið á málinu. Hann sagðist þó trúa fólkinu og ætlaði að sleppa því að segja sína hlið. 

Í gær, fimmtudag, birti The Los Angeles Times grein þar sem rætt var við konur sem Franco hafði sýnt ósæmilega hegðun. Fjórar af konunum höfðu verið leiklistarnemendur hans og ásökuðu hann um ósæmilega hegðun og að krefjast óæskilegra hluta í nektarsenum. Við fimmtu konuna átti hann í ástarsambandi en hún segir hann hafa krafið sig um að veita honum munnmök í bíl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson