Misheppnuð húðflúr stjarnanna

Leikkonan Angelina Jolie er með nokkur húðflúr á líkamanum.
Leikkonan Angelina Jolie er með nokkur húðflúr á líkamanum. mbl.is/AFP

Húðflúr er hin mesta prýði en það þarf að vanda valið. Margir hafa til dæmis lent illa í því að láta flúra nafn elskenda sinna en stjörnur á borð við Angelinu Jolie og Johnny Depp hafa lent í því. Þetta eru þó ekki einu húðflúrsmistökin sem stjörnurnar hafa gert. 

Angelina Jolie lét húðflúra á sig nafn fyrrverandi eiginmanns síns, Billys Bobs Thorntons. Hún lærði þó lítið af reynslunni en rétt áður en þau Brad Pitt skildu innsigluðu þau hjónabandið með húðflúrum. 

Johnny Depp.
Johnny Depp. mbl.is/AFP

Johnny Depp var eitt sinn svo ástfanginn af unnustu sinni, leikkonunni Winonu Ryder, að hann lét flúra á sig „Winona Forever“. Hann reddaði sér þó með því að breyta því í „Wino Forever“.

Leikkonan Hayden Panettiere.
Leikkonan Hayden Panettiere. mbl.is/AFP

Leikkonan Hayden Panettiere fékk sér húðflúr á ítölsku þar sem standa átti líf án eftirsjár en orðið eftirsjá var stafsett vitlaust. 

Christina Aguilera.
Christina Aguilera. mbl.is/AFP

Söngkonan Christina Aguilera lenti í svipuðu og Panettiere en hún æltaði upphaflega að láta flúra á sig upphafsstafi fyrverandi eiginmanns síns, Jordans Bratmans, á hebresku. Í stað J.B. fékk hún töluna 12 á handlegg sinn. 

Nicole Richie.
Nicole Richie. mbl.is/AFP

Fatahönnuðurinn og raunveruleikastjarnan fyrrverandi Nicole Richie skammast sín fyrir að hafa fengið sér húðflúrið „Virgin“. Hún gerði það þegar hún var 16 ára en hún er í stjörnumerkinu meyjunni og þótti það táknrænt fyrir það. 

mbl.is