Faðir nútíma-gospeltónlistar látinn

Edwin Hawkins, höfundur gospel-slagarans „Oh Happy Day“, er látinn.
Edwin Hawkins, höfundur gospel-slagarans „Oh Happy Day“, er látinn. Ljósmynd/Twitter

Gospelsöngvarinn Edwin Hawkins er látinn, 74 ára að aldri. Hawkins var án efa þekktastur fyrir gospel-slagarann „Oh Happy Day“. Þá var hann einnig mikill frumkvöðull í gospeltónlist og var hann titlaður sem einn af feðrum nútíma-gospeltónlistar.

Hawkins lést á heimili sínu í Pleasanton, Kaliforníu. Hann hafði barist við briskrabbamein í þó nokkurn tíma, að sögn almannatengils sem Washington Post vísar í.

Hawkins ólst upp í Oakland í Kaliforníu ásamt sjö systkinum. Hann var tónskáld, hljómborðsleikari, útsetjari og kórstjórnandi. Hann byrjaði ungur að koma fram með fjölskyldunni sinni og ýmsum hópum í kirkjunni.

Fyrsta platan hans, „Let Us Go into the House of the Lord“, kom út árið 1968 og var einungis hugsuð fyrir áheyrendur í næsta nágrenni. Þegar útvarpsstöðvar í nágrenni San Francisco hófu að spila áttunda lag plötunnar, Oh Happy Day, var hins vegar ekki aftur snúið. Lagið var gefið út í nýrri útgáfu árið 1969 í flutningi Dorothy Combs Morrison og seldist í milljónum eintaka.

Hawkins vann til fernra Grammy-verðlauna á ferli sínum.


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson