„Ekki eins óhrædd og ég var“

Stefán Baldursson leikstjóri leikritsins Efa og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona …
Stefán Baldursson leikstjóri leikritsins Efa og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona sem snýr aftur í leikhúsið eftir 13 ára hlé. Mynd/Magasínið

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo-umræðunnar.

Verkið er byggt á dæmisögum eftir John Patrick Shanley í leikstjórn Stefáns Baldurssonar. Leikritið sló í gegn þegar það var frumsýnt í New York árið 2004 og í dag er það margverðlaunað.   

Í takti við #MeToo-umræðuna

Stefán segir það sérkennilega við verkið núna að það sé í takt við umræðuna sem hefur verið á Íslandi undanfarna mánuði. „Verkið var valið til sýningar fyrir um ári út af eigin verðleikum,“ segir Stefán og bætir því við að hlutverkin séu kröfuhörð og flott fyrir góða leikara. Til verksins voru valin þau Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lára Jóhanna Jónsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir. Efi er fyrsta verkefni Sólveigar í Þjóðleikhúsinu líkt og kemur fram í viðtalinu, en hún hlaut Grímuverðlaunin sem leikkona ársins á liðnu vori.

Verkið er sagt fjalla um mörkin í mannlegum samskiptum, tortryggni, grunsemdir og nístandi óvissu. „Það er það sem gerir leikritið svo svakalega spennandi því maður er kannski á bandi annars [leikarans] í einu atriði og svo allt í einu gerist eitthvað og hann verður grunsamlegri en annar,“ segir Stefán þegar umræðan berst að efanum og inntaki verksins.

Snýr aftur á leiksvið eftir 13 ár

Stefán segist hafa vitað af áhuga Steinunnar Ólínu á að koma aftur í leikhúsið og hún lýsir því þannig að hana hafi langað aftur á svið, en þá undir stjórn Stefáns. Hún segist hafa gaman af því að koma aftur til starfa en segist þó ekki jafn viss um eigið ágæti, sem sé ágætt út af fyrir sig bætir hún við. „Mér finnst þetta miklu erfiðara. Ábyrgðartilfinning er kannski sterkari og ég er ekki eins óhrædd og ég var.“ 

Hún leikur skólastýru í kaþólskum barnaskóla í New Yorkog  leggur áherslu á aga og strangleika.  „Hún er að fylgja þeirri sannfæringu að hún sé að gera rétt,“ segir Steinunn Ólína þegar hún lýsir karakter skólastýrunnar.  Dag einn tjáir hún ungri kennslukonu að sig gruni að prestur í kennarahópnum eigi í óeðlilegum samskiptum við einn af skólapiltunum. Kennarinn neitar öllum ásökunum, en getur hann sannað að hann hafi hreinan skjöld? 

Viðtalið við þau Steinunni Ólínu og Stefán má nálgast hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason