Jón Gnarr með uppistand

Jón Gnarr. Þessi mynd var tekin í gamla daga.
Jón Gnarr. Þessi mynd var tekin í gamla daga.

Jón Gnarr, grínari og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, ætlar aftur á svið að gera grín. Ef þú vilt ekki missa af þessu þá skaltu taka 6. október frá. 

Uppistandið ætlar Jón að bjóða upp á í tilefni af 20 ára afmæli sýningarinnar „Ég var einu sinni nörd“, sem sló öll met hvað varðar vinsældir. mbl.is