Listin að lifa af

„Sköpun Blævar á stráknum er ekki hægt að kalla neitt …
„Sköpun Blævar á stráknum er ekki hægt að kalla neitt annað en leikhústöfra,“ segir m.a. í leikdómi um Himnaríki og helvíti. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

„Leikgerðin afhjúpar veikleika þessa metnaðarfulla þríleiks. Melódramað, grunnskreiða samfélagsgreiningu og skort á þróun persóna. Sýningin nær engu að síður þegar best lætur að skila og gera sér mat úr umtalsverðum styrkleikum skáldskapar Jóns Kalmans og þeim innblæstri sem í hann má sækja. Þarna munar mikið um eftirtektarverða frammistöðu Þuríðar Blævar. Áhorfendur verða líka vitni að áhrifaríkri beitingu meðala og tækni sviðsins til að skapa aðstæður og virkja ímyndunarafl áhorfandans til að horfast í augu við náttúruöflin og kraftana innra með okkur,“ skrifar Þorgeir Tryggvason í lokaorðum leikdóms síns um Himnraríki og helviti í Borgarleikhúsinu sem byggir á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar í leikgerð Bjarna Jónssonar og leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. 

„Þrátt fyrir að þríleikurinn – einkum fyrsta bindið – hafi hitt þjóðina í hjartastað hefur hann líklega ekki búið þar nógu lengi til að þola, eða verðskulda, galgopalega póst-dramatíska þeytivindu í anda Þorleifs Arnar Arnarssonar eða Yönu Ross. Það gæti að minnsta kosti verið ein skýring þess hve hlutlaus afstaða er tekin til efnisins í sýningu Borgarleikhússins. Mögulega er ósanngjarnt að kalla verk þeirra Bjarna og Egils Heiðars Antons Pálssonar leikstjóra „gamaldags“, en það er sannleikskjarni í því líka. Örlítið meira afstöðupúður hefði ekki sakað, sýnist mér úr sæti eftiráskýrandans. Þetta bitnar ekki síst á þorpsbúunum, þar sem hin skýri dilkadráttur höfundar í góða og slæma fólkið er ýktur og engum gráum flötum hleypt að. Fyrir vikið afhjúpast viss klisjutilhneiging í persónugalleríinu. Í þriðja hluta kviknar sú hugsun að það sé engu líkara en Charles Dickens hafi ákveðið að leggja frá sér Nickolas Nickleby og skrifa frekar Heimsljós eftir sínu höfði.

Fyrir utan orðspor bókanna og fegurð textans er erfitt að koma auga á kosti þríleiksins sem efnis í leiksýningu, og það verður að viðurkennast að sýning Borgarleikhússins nær ekki fyllilega að gera þá augljósa. Dramað, átökin í Himnaríki og helvíti og Harmi englanna eru fyrst og fremst við náttúruöflin; veðurofsa, sjó og snjó, nokkuð sem leikhúsið er ekki á heimavelli við að lýsa, og þegar togstreitur innan mannlegs samfélags taka við í Hjarta mannsins þá siglir Jón hættulega nálægt melódramanu, nokkuð sem getur verið leikhúsinu skeinuhætt, nú á öld kaldhæðni og efasemda.

Hitt er líka erfiðleikum bundið hvað vitundarmiðja bálksins, strákurinn sem lifir af sjóferðina örlagaríku, kemst undir verndarvæng sterkra og sjálfstæðra kvenna og tekur að lokum örlög sín í eigin hendur, er kyrrstæð persóna. Hann birtist nánast fullþroskaður í upphafi sýningar, nývaknaður í verbúðinni. Opinn, greindur, skapheitur, listelskur, leitandi, hugrakkur og ástríkur. Síðan fylgjumst við með honum takast á við heiminn með þessum vopnum sem honum eru fengin á fyrstu síðu. Sem gengur mun betur upp á pappír en sviði. En þá kemur til kasta Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur. Sköpun hennar á stráknum er ekki hægt að kalla neitt annað en leikhústöfra. Algerlega sannfærandi túlkun og þrungin útgeislun sem staðsetur strákinn ævinlega í miðri athygli áhorfandans,“ segir m.a. í leikdómnum sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

„Örlítið meira afstöðupúður hefði ekki sakað, sýnist mér úr sæti …
„Örlítið meira afstöðupúður hefði ekki sakað, sýnist mér úr sæti eftiráskýrandans. Þetta bitnar ekki síst á þorpsbúunum, þar sem hin skýri dilkadráttur höfundar í góða og slæma fólkið er ýktur og engum gráum flötum hleypt að,“ segir í leikdómnum. Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant