Segist enn vera í neyslu

Liam Gallagher getur ekki gefið uppeldisráð.
Liam Gallagher getur ekki gefið uppeldisráð. mbl.is/AFP

Oasis-bróðirinn Liam Gallagher viðurkennir í viðtali við ástralska vefinn Junkee að hann neyti enn fíkniefna. Hann segist því ekki getað sagt börnunum sínum að neyta ekki eiturlyfja.

Gallagher, sem sló fyrst í gegn með hljómsveitinni Oasis á tíunda áratugnum með bróður sínum Noel Gallagher, er nú að vinna í sólóferli sínum. Hann segist því ekki neyta eiturlyfja eins mikið og hann vildi þar sem hann þurfi að koma fram og syngja. 

Þessi yngri Gallagher-bróðir var spurður út í ráð fyrir foreldra en það var lítið um svör hjá fjögurra barna föðurnum. „Ég neyti eiturlyfja. Þannig að þegar það kemur að eiturlyfjum get ég ekki sagt „ekki neyta eiturlyfja“,“ sagði Gallagher. 

Hann hefur auk þess lítið til málanna að leggja ef synir hans eru að rífast þar sem hann sjálfur talar ekki við bróður sinn Noel Gallagher. Tónlistarmaðurinn vill þó meina að seinna geti börnin leitað ráða hjá honum þar sem hann hafi gengið í gegnum mikið en elsta barnið er tvítugt. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler