Stjörnurnar minnast Dol­or­es O'Ri­or­d­an

Dolores O'Riordan er minnst með hlýhug.
Dolores O'Riordan er minnst með hlýhug. mbl.is/AFP

Fréttir bárust af því í gær að söngkonan Dol­or­es O'Ri­or­d­an úr írsku rokkhljómsveitinni The Cr­an­berries væri látin 46 ára að aldri. Stjörnurnar hafa minnst söngkonunnar með hlýhug. 

Tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn Ronan Keating sagði á Twitter-síðu sinni að hann væri áfalli og minntist O'Ri­or­d­an fyrir hæfileika hennar og fyrir að vera falleg manneskja. 

Spjallþáttastjórnandinn James Corden minntist þess að hafa hitt hana þegar hann var bara 15 ára. Hann sagði hana hafa verið góða og yndislega en hann fékk eiginhandaáritun hjá henni aftan á lestarmiða sinn. 

Hljómsveitin goðsagnakennda Duran Duran segist einnig vera miður sín yfir að hafa heyrt af fráfalli söngkonunnar. 

Tónlistarmaðurinn Hozier segist vera í áfalli og vera sorgmæddur yfir fréttunum. Hann sagði það hafa verið ógleymanlega stund þegar hann heyrði rödd söngkonunnar í fyrsta sinn. 

Ronan Keating.
Ronan Keating. Ljósmynd/Sigurjón Ragnarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson