Vinir gegnum súrt og sætt

Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíói.
Leikhópurinn Lotta sýnir Galdrakarlinn í Oz í Tjarnarbíói. Ljósmynd/Birta Rán Björgvinsdóttir

„Aðdáendur Leikhópsins Lottu verða ekki fyrir vonbrigðum með Galdrakarlinn í Oz sem minnir okkur á að ferðalagið er oft mikilvægara en sjálfur áfangastaðurinn og vináttan er dýrmætasta veganestið,“ skrifar Silja Björk Huldudóttir í lokaorðum leikdóms síns um nýjustu uppfærslu Lottu. 

Með uppfærslu sinni á Galdrakarlinum í Oz er Leikhópurinn Lotta að hefja þá vegferð að sýna gömlu verkin sín í réttri tímaröð innandyra að vetri til ásamt því að frumsýna áfram ný verk á sumrin, en Lotta hefur skemmt börnum í rúman áratug.  „Líkt og með sumarsýningar hópsins er ætlunin að ferðast um landið með vetrarsýningarnar og á Lotta hrós skilið fyrir hversu vel hún sinnir ungum áhorfendum hringinn um landið – og hefur gert um árabil.

Saga L. Frank Baum um Dórótheu og vini hennar þrjá í Oz er flestum börnum kunn. Ef ekki úr bókinni sjálfri eða einhverri af ótal endursögnum hennar, þá úr kvikmyndinni goðsagnarkenndu frá árinu 1939. Rauði þráðurinn er frásögnin af Dórótheu sem ásamt Tótó, hundinum sínum, lendir í hvirfilbyl sem feykir þeim alla leið frá Kansas til ævintýraheima Oz. Þar er Dórótheu tjáð að sá eini sem geti hjálpað henni að komast heim sé galdrakarlinn sem býr í Smaragðsborg og því stefnir hún strax þangað. Á leiðinni hittir hún heilalausa fuglahræðu, hjartalausan pjáturkarl og huglaust ljón sem slást í för með henni í von um að galdrakarlinn geti líka hjálpað þeim að öðlast það sem þau þrá mest, heila, hjarta og hugrekki.

Í leikgerð sinni einfaldar Ármann Guðmundsson söguna nokkuð þannig að hún rúmist innan þess klukkutíma sem sýningar Lottu vanalega eru. Þrautunum er fækkað til muna, vængjuðu öpunum er alfarið sleppt sem og gula tígulsteinsveginum, en það kemur ekki að sök því meginsagan er skýr,“ segir í leikdómnum og áfram er haldið. 

„Líkt og í fyrri sýningum Leikhópsins Lottu er leikgleðin mikil og orkustigið hátt sem þjónar verkinu og heldur vel athygli ungra leikhúsgesta. Ágústa Skúladóttir er ekki aðeins flinkur leikstjóri heldur einnig afbragðs danshöfundur og útfærir í samvinnu við leikhópinn fantaflott dansnúmer og listrænar slagsmálasenur, en þar ber hæst glímu fuglahræðunnar við hina sofandi vondu vestannorn.“

„Líkt og í fyrri sýningum Leikhópsins Lottu er leikgleðin mikil …
„Líkt og í fyrri sýningum Leikhópsins Lottu er leikgleðin mikil og orkustigið hátt sem þjónar verkinu og heldur vel athygli ungra leikhúsgesta,“ segir í leikdómi. Ljósmynd/Birta Rán Björgvinsdóttir

Eftir umfjöllun um útlit sýningarinnar er komið að frammistöðu leikara, en þar segir: 

„Rósa Ásgeirsdóttir er yndisleg í hlutverki sínu sem Dóróthea og nær að heilla leikhúsgesti með góðvild sinni og ráðsnilli. Baldur Ragnarsson er skemmtilega fattlaus sem fuglahræðan og sýnir ótrúlega fimi í átökum sínum við nornina. Sigsteinn Sigurbergsson er dásamlegur sem pjáturkarlinn sem telur sig vera hjartalausan en grætur samt sem áður sáran þegar hann stígur óvart á snigil. Skert hreyfigeta pjáturkarlsins er einnig sniðuglega útfærð. Anna Bergljót Thorarensen nýtur sín vel í hlutverki huglausa ljónsins og fer á kostum þegar hún reynir að flýja af hólmi og leitar ásjár hjá áhorfendum. Rýnir saknaði þess þó að ljónið skyldi ekki tala um sjálft sig í kvenkyni þegar búningurinn tók af allan vafa um hvers kyns það væri. Huld Óskarsdóttir er hæfilega grimmúðleg sem vestannornin vonda en heiðríkjan ein sem norðan- og sunnannornirnar,“ segir í leikdómnum sem lesa má í heild sinni í blaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler