Fór í krabbameinsaðgerð á vörinni

Jane Fonda hefur áður fengið að kynnast krabbameini.
Jane Fonda hefur áður fengið að kynnast krabbameini. mbl.is/AFP

Leikkonan Jane Fonda mætti í viðtal til að kynna nýjustu þáttaröðina af Grace and Frankie með plástur á neðri vörinni. Fonda hóf viðtalið með því að útskýra af hverju hún væri með plástur framan í sér. 

„Ég vil útskýra umbúðirnar. Ég þurfti að láta fjarlægja krabbamein úr vörinni. Ég hélt að það mundi gróa áður en ég hitti þig, en það er í lagi. Ég vildi bara útskýra það,“ sagði Fonda sem tók það fram að hún kæmi ekki alla jafna svona fram. 

Þetta eru ekki fyrstu kynni Fonda af krabbameini en árið 2010 þurfti að fjarlægja æxli úr brjósti leikkonunnar. mbl.is