Hertogahjónin á slóðir Skam

Katrín og Vilhjálmur eru á leið til Skandinavíu í opinbera …
Katrín og Vilhjálmur eru á leið til Skandinavíu í opinbera heimsókn. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Katrín, hertogaynja af Cambridge, ætla að heimsækja skólann þar sem Skam-þáttaröðin var tekin upp þegar þau koma til Noregs í byrjun febrúar. Jafnframt ætla þau að hitta leikara úr þáttaröðinni sem hefur heldur betur slegið í gegn.

Vilhjálmur og Katrín koma til Noregs 1. febrúar eftir að hafa eytt tveimur dögum í Stokkhólmi í fjögurra daga opinberri heimsókn um Skandinavíu.

Þau munu verja talsverðum tíma með Hákoni krónprins og Mette-Marit krónprinsessu sem fara með þeim á marga af þeim stöðum sem til stendur að skoða.

Vilhjálmur og Katrín hafa sérstaklega óskað eftir því að hitta sem flesta Svía og Norðmenn sem mögulegt er í heimsókninni. Meðal annars ætla þau að hitta börn og ungmenni, geðheilbrigðisstarfsfólk, leiðtoga í viðskiptalífinu og akademíunni, rannsóknir, ríkisstjórnir ríkjanna og fleiri.

Hertogahjónin lenda á Gardermoen-flugvellinum í Ósló að morgni 1. febrúar þar sem Hákon og Mette-Marit taka á móti þeim. Þaðan fara þau til konungshallarinnar þar sem þau dvelja í boði Haralds konungs og Sonju drottningar.

Daginn eftir heimsækja þau Hartvig Nissen þar sem Skam-þáttaröðin gerist. Helstu leikarar í þáttaröðinni munu taka á móti þeim í skólanum ásamt framleiðendum þáttaraðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson