Hunsaði varnarorð um samstarf við Allen

Selena Gomez leikur í nýjustu mynd Woody Allen.
Selena Gomez leikur í nýjustu mynd Woody Allen. mbl.is/AFP

Söngkonan Selena Gomez leikur í nýjustu mynd leikstjórans Woody Allen, A Rainy Day in New York. Mandy Teefey, mamma Gomez, segist hafa rætt  það við hana að tala ekki við leikstjórann en hún hafi ekki haft erindi sem erfiði. 

Samleikarar Gomez úr myndinni þau Rebecca Hall og Timothée Chalamet hafa gefið það út að þau ætli að gefa laun sín fyrir myndina til að styðja við bakvið þá sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Dóttir leikstjórans, Dylan Farrow, hefur sakað hann um kynferðislega áreitni þegar hún var yngri. 

Aðdáandi Gomez vildi að hún skrifaði afsökunarbeiðni vegna leiks síns í mynd Allen. „Því miður, enginn getur fengið Selenu til þess að gera eitthvað sem hún vill ekki. Ég ræddi lengi við hana um að tala ekki við hann og það virkaði ekki,“ sagði mamma hennar sem jafnframt var umboðsmaður hennar þangað til fyrir nokkrum árum. 

Woody Allen.
Woody Allen. mbl.is/AFP
mbl.is