„Kvenpersónum er næstum alltaf nauðgað“

Keira Knightley leikur oftast ekki í myndum sem gerast í ...
Keira Knightley leikur oftast ekki í myndum sem gerast í nútímanum. AFP

Leikkonan Keira Knightley leikur í myndinni Colette sem frumsýnd verður í janúar. Colette er söguleg mynd eins og margar aðrar myndir sem Knightley leikur í og það er ástæða fyrir því. 

Í viðtali um myndina við Variety  segir Knightley að hún hafi í fyrstu hálfpartinn skammast sín fyrir að leika í sögulegum myndum og væri eitthvað sem hún ætti að reyna að hætta. Hún áttaði sig síðan á því að þetta væru myndir sem henni hafði alltaf fundist gaman að horfa á. 

Önnur ástæða bjó þó að baki. „Ég leik eiginlega ekki í myndum sem gerast í nútímanum af því að kvenpersónum er næstum alltaf nauðgað. Ég finn alltaf eitthvað ógeðfellt við það hvernig konur eru sýndar aftur á móti finnst mér alltaf persónurnar sem mér eru boðnar í sögulegum verkum mjög hvetjandi.“

mbl.is