Fyrsta gjöfin var fyrir eldhúsið

Meghan Markle er mikil matarmanneskja.
Meghan Markle er mikil matarmanneskja. AFP

Kensington-höll hefur gefið það út hvað Meghan Markle fékk í sína fyrstu konunglegu gjöf. Það voru frændur okkar í Finnlandi sem fengu þann heiður að gefa Meghan fyrstu konunglegu gjöfina. Harry tók við gjöfinni þegar hann heimsótti landið í lok nóvember á síðasta ári, rétt eftir að tilkynnt var um trúlofun þeirra. 

Fékk Meghan svuntu sem er við hæfi enda mikil áhugamanneskja um mat. Þau Harry elda mikið saman og bað prinsinn hennar þegar þau voru heima að elda kjúkling. 

Ekki er óalgengt að konungsfjölskyldan fái gjafir og mun þetta líklega verða sú fyrsta af mörgum sem Meghan fær. Börn hertogahjónanna Vilhjálms og Katrínar fengu til að mynda hátt í 90 opinberar gjafir árið 2017, þar af 38 á ferðalagi sínum um Pólland og Þýskaland. 

Harry tók við gjöf Meghan.
Harry tók við gjöf Meghan. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant