Sálarháski alstaðar

„Sýning Þjóðleikhússins á Efa er prýðistækifæri til að sjá framúrskarandi …
„Sýning Þjóðleikhússins á Efa er prýðistækifæri til að sjá framúrskarandi leikhóp flytja af öruggu listfengi vel uppbyggt og alvörugefið verk sem ætlar sér þegar upp er staðið aðeins um of sem drama en rígheldur leikhúsgestum, skemmtir og hreyfir við,“ segir í leikdómi Þorgeirs Tryggvasonar í Morgunblaðinu í dag. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Sýning Þjóðleikhússins á Efa er prýðistækifæri til að sjá framúrskarandi leikhóp flytja af öruggu listfengi vel uppbyggt og alvörugefið verk sem ætlar sér þegar upp er staðið aðeins um of sem drama en rígheldur leikhúsgestum, skemmtir og hreyfir við,“ skrifar Þorgeir Tryggvason í leikdómi sínum um Efa - dæmisögu eftir John Patrick Shanley sem birtur er í Morgunblaðinu í dag. 

Verkið gerist í barnaskóla í New York sem starfræktur er við kirkju Heilags Nikulásar. „Þar ræður ríkjum systir Aloysius, framúrskarandi fær í sínu starfi, með óbilandi undirstöðu í kennisetningunum og einstrengingsleg og hrokafull eftir því. Hinn léttúðugi nútími hefur hafið innreið sína í gervum ungnunnunnar systur James og séra Flynn. Skólastýran hefur vald til að móta stúlkuna að vild, en öðru máli gegnir um prestinn. Þegar atvik varðandi einn altarisdrengjanna vekur grunsemdir um misnotkun gengur systir Aloysius í málið af röggsemi sem fer jafnvel á skjön við skýran valdastrúktúr kirkjunnar. Velferð barns er í húfi, en undir og saman við kraumar persónuleg andúð og hugmyndaleg togstreita. Hvaða syndir er réttlætanlegt að drýgja til að leiða slíkt mál til lykta, og er drifkrafturinn kristilegt siðgæði, umhyggja og réttlætiskennd eða eitthvað lægra? Þarna er efinn.

Þetta Pulitzer-verðlaunaleikrit er haganlega smíðað í hinni rótgrónu raunsæishefð sem nær amerískum hápunkti sínum í sumum verka Arthurs Miller. Upplýsingum er miðlað áreynslulaust og á tæknilega hárréttum stöðum til að viðhalda spennu, áhuga og óvissu áhorfenda. Persónurnar bæði fulltrúar hugmynda, stétta og lífsafstöðu en nægilega búnar persónueinkennum til að verða fyllri og nær því að líkjast fólki af holdi og blóði. Það sem á vantar til að það sé framúrskarandi er einna helst það að sálarangist systur Aloysius í lokin er ekki nægilega vel undirbyggð, eða okkur leitt nógu snemma í ljós að hún sé hið raunverulega efni leikritsins. Það er of seint að segja áhorfandanum í síðustu setningunum að það sem á undan er gengið sé í raun harmleikur og draga þá loksins fram hver sé hin tragíska hetja.

En sem sagt: fram að því afbragðsgott, og mikið fóður fyrir leikara sem hafa þessa hefð á valdi sínu. Það er óhætt að segja að það eigi við um leikhóp Stefáns Baldurssonar, sem og kunnáttu hans í meðferð efnis af þessu tagi, enda er sýningin einstaklega lipurlega sviðsett og nákvæmlega unnin svo allt komist til skila.“

Í leikdómnum er farið lofsamlegum orðum um frammistöðu leikaranna fjögurra sem leika í uppfærslunni. „En auðvitað er endurkoma Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur stóru fréttirnar. Það er óhætt að segja að það sé umtalsverður stæll yfir henni. Stjörnubragur. Systir Aloysius verður bæði ómótstæðileg og ógnvekjandi í túlkun Steinunnar Ólínu, hún drottnar yfir sviðinu og allar setningar sem eiga að vekja hlátur gera það. Og aftur: áreynsluleysi. Vald á viðfangsefninu. Það fer einkar vel saman með því valdi sem persónan hefur lengst af á aðstæðum og öllum í kringum sig, að henni sjálfri meðtalinni,“ segir m.a. í leikdómnum sem lesa má í heild sinni í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler