Á náttfötunum þegar hún vann

Julia Louis-Dreyfus tók ekki sjálf við verðlaununum í ár.
Julia Louis-Dreyfus tók ekki sjálf við verðlaununum í ár. AFP

Veep-leikkonan Julia Louis-Dreyfus vann í gær verðlaun á SAG-verðlauna­hátíðinni (Screen Actors Guild Aw­ards) fyrir hlutverk sitt sem Selina Myer í Veep. Ólíkt flestum verðlaunahöfum mætti leikkonan ekki til þess að taka á móti verðlaunum. 

Í stað þess að klæðast galakjól á rauða dreglinum fylgdist leikkonan með afhendingunni heiman frá sér á náttfötunum. 

Eftir að verðlaunin voru afhent tísti leikkonan því að hún hefði viljað geta mætt á verðlaunin. Það væri heiður að vinna og hún gleddist yfir því að leikarahópur Veep vann í flokki leikarahópa í grínþáttaröð. 

Í september tilkynnti Louis-Dreyfus að hún væri með brjóstakrabbamein en hún lauk lyfjameðferð fyrir tæpum tveimur vikum. 

Leikarahópur Veep vann til verðlauna.
Leikarahópur Veep vann til verðlauna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson