Bolurinn farinn að kaupa vínyl

Þessi kunnuglegu andlit áttu mest seldu vínylplötu í Bandaríkjunum á …
Þessi kunnuglegu andlit áttu mest seldu vínylplötu í Bandaríkjunum á síðasta ári en það var endurútgáfa á Sgt. Peppers Lonely Hearts Club Band frá árinu 1967.

Vínylplötur halda áfram að sækja í sig veðrið á tónlistarmarkaðnum og jókst sala á þeim á síðasta ári um 9% í Bandaríkjunum. Þetta er þá tólfta árið í röð sem aukning er í sölu á tónlist á vínylplötum. Hlutfall vínylsölu á tónlistarmarkaðnum er 8,5% en var 6,5% árið áður.

Nú þegar tísku- og lífsstílsverslanir og búðir á borð við Tiger eru byrjaðar að selja vínylplötur er ljóst að hinn almenni kaupandi er farinn að kaupa sér tónlist á vínyl. Þetta endurspeglast í söluhæstu titlum síðasta árs. Endurútgáfur á Bítlaplötum, Ed Sheeran, Dark Side of the Moon og Thriller Michaels Jacksons voru á meðal annarra í efstu 10 sætum á lista yfir mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum.

Á meðal söluhæstu titlanna fer minna fyrir tónlist sem höfðar til áhugafólks og grúskara. Tónlistarvefurinn Pitchfork gerir þetta að umfjöllunarefni í úttekt á sölutölunum. Hljómsveitir á borð við Arcade Fire, Grizzly Bear, LCD Soundsystem og The War on Drugs gáfu t.a.m. allar út plötur á síðasta ári án þess að komast á topp 10 listann. Án þess að geta fullyrt um það verður að teljast líklegt að einhverjar þeirra hefðu náð því á árunum áður. Sufjan Stevens, Bon Iver og Beach House höfða til svipaðs hóps og náðu því. Raunar voru 24 af 25 mest seldu vínylplötunum gefnar út af gömlu stóru plöturisunum. Listamenn á borð við Harry Styles og Ed Sheeran.     

Plötuspilarar eru því augljóslega orðnir algengir á heimilum fólks og þröskuldurinn í plötusölu hefur því lækkað verulega. Aukin fjárfesting á sviði vínylframleiðslu endurspeglar þessa staðreynd, en takmörkuð framleiðslugeta hefur hamlað framboði og haldið verði frekar háu fram til þessa í endurkomu vínylsins. Tæknin sem notuð hefur verið til að framleiða vínyl er augljóslega gömul og afföll hafa verið mikil í framleiðslu. Þrátt fyrir aukna plötusölu hefur verið lítil þróun í þessum efnum. Nú spretta þó upp verksmiðjur sem geta framleitt plötur á mun skilvirkari hátt og ætti það að skila sér í auknu úrvali og hagstæðari kjörum.    

Í stóra samhenginu skiptir vínyl ekki öllu máli fyrir tónlistargeirann en sýnir þó engu að síður að stækkandi hópur hlustenda kýs að gera hlustunina að athöfn. Það ætti í það minnsta að gleðja þá sem telja tónlistina mikilvæga á tímum þegar neyslan fer að mestu fram á Spotify og Youtube þar sem hún ristir grunnt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant