Íslendingar gerðu góða hluti á Sundance

Kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, Andið eðlilega (e. And Breathe Normally) var tekið frábærlega vel á heimsfrumsýningunni á Sundance kvikmyndahátíðinni í gær. Troðfullt var á sýninguna og langar raðir fólks á biðlista mynduðust fyrir utan kvikmyndahúsið.

Ísold flutti vel heppnaða og fagmannlega ræðu fyrir sýningu myndarinnar og að henni lokinni voru margar spurningar úr sal sem leikarar, leikstjóri og framleiðandi svöruðu við mikinn fögnuð viðstaddra.

Jákvæðir dómar og umfjallanir um myndina hafa verið að berast í dag og í gær og allir sem að myndinni standa eru úrvinda af gleði. Yngsti leikarinn, Patrik Nökkvi (9 ára) þurfti frá að hverfa úr kvöldverði að lokinni frumsýningu því stækkandi menn þurfa meiri svefn en stórar kvikmyndahátíðir bjóða upp á. Segja má með sanni að hann hafi unnið hug og hjörtu áhorfenda í gærkvöldi, klæddur eins og James Bond og sjarmerandi eins og sönn stjarna. 

„Andið eðlilega er hrífandi og örugg frumraun Ísoldar Uggadóttur sem segir af tveimur konum sem við fyrstu sýn virðast gjörólíkar en glíma báðar við erfiðleika sem undirstrika sammannlegan veruleika þeirra. Andið eðlilega er látlaus og útfærð af miklu sjálfsöryggi, og verður vitnisburður um þær gömlu og góðu dygðist sem felast í raunsæislegum frásagnarmáta þegar kemur að því að fjalla um líf venjulegs fólks og brýn samfélagsleg málefni,“ segir í dóm Screen Daily. 

Með hlutverk í myndinni fara Þorsteinn Bachmann, Gunnar Jónsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sveinn Geirsson, Babetida Sadjo, Helga Vala Helgadóttir, Guðbjörg Thoroddsen, Sólveig Guðmundsdóttir, Aladin Laaguid, Patrik Nökkvi Pétursson og Bragi Arnarsson. 

Babetida Sadjo.
Babetida Sadjo. mbl.is/AFP
Leikstjórinn Isold Uggadóttir.
Leikstjórinn Isold Uggadóttir. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant