Þór er Óperudraugurinn

Þór Breiðfjörð fer með eitt af aðalhlutverkunum í Óperudraugnum í …
Þór Breiðfjörð fer með eitt af aðalhlutverkunum í Óperudraugnum í Hörpu.

Nokkrir af fremstu einsöngvurum og leikurum landsins, auk 30 manna kórs, dansara og fullskipaðrar hljómsveitar SinfoniaNord, taka þátt í uppfærslu á söngleiknum The Phantom of the Opera sem fluttur verður í Eldborgarsal Hörpu í febrúar.

Þetta mikla stórvirki tónlistarsögunnar eftir Andrew Lloyd Webber verður flutt 17. og 18. febrúar og nú hefur verið bætt við aukasýningu laugardaginn 24. febrúar sem verður jafnframt lokasýning.

Í aðalhlutverkum eru Þór Breiðfjörð, Valgerður Guðnadóttir, Elmar Gilbertsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Hlöðver Sigurðsson, Bergþór Pálsson, Gísli Magna, Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir og Greta Salóme, sem sér einnig um leikstjórn á verkinu en henni til aðstoðar er danshöfundur sýningarinnar, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir.

„Það hefur gengið mjög vel að selja miða á fyrstu tvær sýningarnar og því var ákveðið að setja upp þriðju og síðustu sýninguna. Verkið verður sett upp í Hörpu í allri sinni dýrð í kraftmikilli sviðsuppfærslu sem lætur engan ósnortinn,“ segir Eiður Arnarsson tónleikahaldari, sem framleiðir uppsetninguna ásamt Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni, tónlistarstjóra sýningarinnar.

Eiður segir að þetta sé gríðarlega stór framkvæmd. 

„Hún er mögulega stærsta tónleikasýning sinnar tegundar hér á landi, utan ríkisstyrktra tónlistarstofnana. Við erum með fimmtíu manna hljómsveit, þrjátíu manna kór, níu stórsöngvara og leikara og allmarga dansara og allur hópurinn verður klæddur glæsilegum búningum sem við leigjum sérstaklega frá Englandi,“ segir hann. 

The Phantom of the Opera er vinsælasti söngleikur heims en hann var frumfluttur í London árið 1986 í leikstjórn Harold Prince, margverðlaunaðs stórmeistara breska leikhússins, með búningum og leikmynd Maríu Björnsson, hönnuðar hinnar mögnuðu grímu Óperudraugsins sem fyrir löngu er orðin heimsþekkt táknmynd verksins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson