Baráttumaðurinn Masekela látinn

Suðurafríski djasstrompetistinn, söngvarinn og aktivistinn Hugh Masekela er látinn, 78 ára að aldri. Hann og tónlist hans urðu einskonar tákn fyrir baráttuna gegn aðskilnaðarstefnunni í heimalandi hans en Masekela var í um þrjá áratugi í útlegð og var þá óþreytandi í baráttunni gegn hvítu minnihlutastjórninni í Suður-Afríku og hélt á lofti kröfunni um að Nelson Mandela yrði látinn laus.

Mikil sorg ríkti í Suður-Afríku í gær eftir að tilkynnt var um lát Masekela og hljómaði tónlist baráttukempunnar víða.

Masekela skaut fyrst upp á stjörnuhimininn á sjötta áratug liðinnar aldar, er hann varð einn af frumkvöðlum djassins í Suður-Afríku. Eftir að hann flutti til Bandaríkjanna árið 1960 öðlaðist hann hylli djassunnenda út um heimsbyggðina og samkvæmt The New York Times varð „Grazing in the Grass“, frá 1968, hans vinsælasta lag. Á þeim tíma starfaði Masekela í síauknum mæli með öðrum afrískum tónlistarmönnum í djassi og geira þjóðlegrar tónlistar, lék sífellt alþýðlegri tónlist – og naut gríðarlegrar hylli í Afríku.

Þegar baráttan gegn aðskilnaðarstefnunni náði hámarki, á níunda áratugnum, lék Masekela iðulega með löndum sínum í útlegð, sem og með tónlistarmönnum frá öðrum Afríkulöndum. Hann flutti þá marga kunna baráttusöngva – einna þekktastur er „Mandela (Bring Him Back Home)“, og kom fram með Paul Simon á Graceland-tónleikaferð hans.

Eftir að hvíta minnihlutastjórnin lét af völdum flutti Masekela aftur heim og hefur notið gríðarlegrar virðingar allar götur síðan. Hann hélt áfram að koma fram á tónleikum víða um lönd, ýmist með stórum hljómsveitum eða í djassdúett með píanóleikara. Undanfarin ár hafði Masekela glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli, sem að lokum lagði hann að velli.

Hugh Masekela.
Hugh Masekela. AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson