Enn og aftur sló Streep sitt eigið met

Meryl Streep er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár eins og …
Meryl Streep er tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár eins og svo oft áður. AFP

Leikkonan Meryl Streep hlaut tilnefningu til Óskarsverðlaunanna í 21 sinn í gær fyrir fyrir hlutverk sitt í The Post. Með tilnefningunni sló hún met í fjölda tilnefninga en hún hefur slegið sitt eigið met í yfir tíu ár. 

Í ár fékk hún tilnefningu fyrir besta leik í aðalhlutverki en hún hefur oftast fengið tilnefningu í þeim flokki. Fjórum sinnum hefur hún fengið tilnefningu fyrir aukahlutverk. 

Streep á langflestar tilnefningar en á eftir henni koma Katharine Hupburn og Jack Nicholson bæði með 12 tilnefningar. Þrátt fyrir tilnefningarnar á hún ekki flest verðlaunin. Hupburn vann styttuna eftirsóttu fjórum sinnum en þau Streep og Nicholson hafa þrisvar sinnum farið heim með verðlaunin. Streep gæti því jafnað árangur Hepburn í ár. 

Streep sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún sagði það vera mikinn heiður að vera tilnefnd fyrir mynd sem hún elski, mynd sem stendur vörð um fjölmiðlafrelsi og veitir röddum kvenna í sögunni athygli.

Meryl Streep.
Meryl Streep. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson