Ísland í fyrri undankeppninni

Portúgalinn Salvador Sobral stóð uppi sem sigurvegari í Úkraínu í …
Portúgalinn Salvador Sobral stóð uppi sem sigurvegari í Úkraínu í fyrra. AFP

Ísland tekur þátt í fyrri undankeppninni í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Portúgal en dregið var um það nú fyrir stundu. Framlag Íslands verður flutt þriðjudaginn 8. maí. Seinni undankeppnin fer fram tveimur dögum síðar og sjálft úrslitakvöldið í Lissabon verður 12. maí.

43 þjóðir taka þátt í ár, 19 þeirra í fyrri undankeppninni og 18 í seinni. Sex þjóðir taka ekki þátt í undankeppninni en það eru Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn, Bretland og svo sigurþjóðin frá því í fyrra, Portúgal.

Auk Íslands munu atriði frá Hvíta-Rússlandi, Búlgaríu, Litháen, Albaníu, Tékklandi, Belgíu, Aser­baíd­sj­an, Ísrael, Eistlandi, Sviss, Finnland, Austurríki, Írlandi, Armeníu, Kýpur, Króatíu, Grikklandi og Makedóníu stíga á svið á fyrra undankvöldinu í Lissabon.

Íslenska undankeppnin framundan 

Tólf lög hafa verið val­in til þátt­töku í undankeppninni hér heima. 

Keppn­in í ár verður með svipuðu sniði og und­an­far­in ár. Undanúr­slit fara fram í Há­skóla­bíói laug­ar­dag­ana 10. og 17. fe­brú­ar, en í hvorri keppni stíga sex flytj­end­ur á stokk. Þeir þrír flytj­end­ur sem hljóta flest at­kvæði í síma­kosn­ingu í hvorri keppni fara svo áfram í úr­slita­keppn­ina, sem verður haldin í Laugardalshöll 3. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant