Jón Gnarr leikur Sigurjón Digra

Jón Gnarr mun fara með hlutverk Sigurjóns Digra í söngleiknum Slá í gegn sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu í febrúar. Um er að ræða íslenskan söngleik þar sem leikarar, dansarar og sirkuslistamenn fara á kostum. 

Guðjón Davíð Karlsson, Gói, semur söngleikinn sem gerist í litlu byggðarlagi á Íslandi. Þegar framsækinn draumóramaður mætir á svæðið með nýja sirkusinn sinn, ásamt fjölskyldu sinni og litríkum hópi sirkuslistafólks, hleypur nýtt blóð í leikfélagið á staðnum. Nú er loksins komið almennilegt tækifæri til að láta ljós sitt skína og slá ærlega í gegn!

Ástæðan fyrir því að Jón Gnarr tekur þetta hlutverk á síðustu stundu er að Eggert Þorleifsson átti að fara með það en þar sem hann er upptekinn við að leika Föðurinn kemur Jón í hans stað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson