Diane Keaton ver Woody Allen

Woody Allen á enn nokkra bandamenn.
Woody Allen á enn nokkra bandamenn. AFP

Leikkonan Diane Keaton segist ekki trúa Dylan Farrow, dóttur leikstjórans Woody Allen og Miu Farrow. Dylan hefur lengi haldið því fram að Allen hafi beitt sig kynferðislegri áreitni þegar hún var aðeins sjö ára.

„Woody Allen er vinur minn og ég held áfram að trúa honum,“ tísti leikkonan og bendir fólki að horfa á viðtal úr 60 mínútum síðan árið 1992. 

Dylan Farrow skrifaði opið bréf í The New York Times árið 2014 og sagði frá upplifun sína af Allen. Þar nafngreindi hún meðal annars nokkrar leikkonur sem héldu áfram að vinna með leikstjóranum og var Diane Keaton þar á meðal. „Hvað ef þetta hefðir verið þú, Emma Stone? Eða þú, Scarlett Johansson? Þú þekktir mig þegar ég var lítil stelpa Diane Keaton. Ertu búin að gleyma mér?“

E!  greinir frá því að Keaton hafi látið það út úr sér í viðtali að hún hafi einungis hitt Dylan Farrow um þrisvar sinnum og væri ekki vinkona móður hennar. 

Leikarar á borð við Kate Winslet, Colin Firth og Gretu Gerwig hafa annað hvort lýst því yfir að þau muni ekki leika aftur fyrir Allen eða lýst yfir eftirsjá sinni. 



Leikkonan Diane Keaton er vinkona Woody Allen.
Leikkonan Diane Keaton er vinkona Woody Allen. ljósmynd/Imdb
Mia Farrow og Dylan Farrow.
Mia Farrow og Dylan Farrow. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler