Íslenska klámstjarnan komin á fast

Devin Dickinson og Stefan Octavian Gheroghe.
Devin Dickinson og Stefan Octavian Gheroghe.

Stefan Octavian Gheorghe, sem er fyrsta íslenska klámstjarnan, er kominn á fast. Hann fann ástina í Las Vegas.

Sá heppni heitir Devin Dickinson og starfar í öryggismálum á flugvellinum í Las Vegas. Þeir Stefan kynntust í gegnum vinnuna.

Í samtali við mbl.is segir Stefan að sambandið sé nýtt af nálinni en þeir tveir séu mjög glaðir saman en Stefan hefur dvalið í Las Vegas síðustu vikur.

mbl.is