Vinnur best undir pressu

Þórunn Antonía flytur lagið Ég mun skína í Söngvakeppninni 2018.
Þórunn Antonía flytur lagið Ég mun skína í Söngvakeppninni 2018.

Þórunn Antonía Magnúsdóttir mun flytja lagið Ég mun skína á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar 2018, laugardaginn 10. febrúar. 

Af hverju Eurovision?

„Af því að það lítur út fyrir að vera skemmtilegt ferli og ég er alltaf til í að prófa nýja hluti og ný ævintýri, og það er gott fyrir mann sem listamann að taka sig ekki of alvarlega og að setja sig þarna út, leyfa fólki að dæma sig og standa og falla með sjálfum sér.“

Hvernig hófst vinnan við lagið?

„Við Aggi Friðberts tónlistarsamstarfmaður minn bjuggum það til, hann koma með takt og undirspil og ég samdi söng melódíuna og textana á bæði íslensku og ensku.“

Hverju vonar þú að lagið skili til hlustenda?

„Ég vona að það gleðji og gefi fólki von. Þetta er lag um að standa sterkur þó að móti blási og að líta á björtu hliðarnar, sama hvað. Við erum öll að takast á við krefjandi verkefni, að vera til, það er allt í lagi að líða stundum illa, það er partur af því að vera manneskja en það er líka svo sterkt í mannlegu eðli að finna styrk og von og húmor, sama hvað.“

Hvenær byrjaðir þú að syngja og hvernig byrjaði tónlistaráhuginn? 

„Ég byrjaði að syngja sem smábarn. Pabbi minn er tónlistarmaður og ég ólst upp við að það að tjá tilfinningar í gegnum tónlist væri eðlilegt. Ég byrjaði snemma að semja ljóð og skrifa og fyrsta lagið sem ég samdi kom út á plötu þegar ég var tíu ára. Svo rúllaði boltinn bara eftir það. Alls konar verkefni sem unglingur, sóló plata 17 ára, flluttist til London um 18 og bjó víðsvegar um heiminn og fékk að túra og ferðast með frábærum listamönnum til fjölda ára. Ég er heppin þetta er dýrmæt reynsla.“

Uppáhalds Eurovison-lagið?

„Euphoria, það er bara hreinlega eitt besta popplag sem hefur verið samið.“

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina?

„Heyrðu alveg í sannleika sagt þá er ég ekkert alveg tilbúin, ég vinn best undir pressu og ég set sjálfa mig iðulega í svona seinustu stundu hringiðu stress, sem virðist virka fyrir mig. Ég er ekki fullkomin og ég vil hafa hlutina „spontant“ og einlæga. Þannig að það gengur vel, en auðvitað fyllist ég oft stressi en ég ákvað að þetta yrði gleði verkefni og það mun vera það og ég er með frábært teymi og óvænta atburði sem koma í ljós þegar við stígum á svið.“  

Hvað hefur komið þér mest á óvart í tengslum við Eurovision-ferlið?

„Ekkert sem hefur endilega komið mér rosalega á óvart meira bara hvað það er vel staðið að þessu frá öllum hliðum enda Ragnhildur Steinunn, Gunnar Helgason, Kata Ingva og Rúnar Freyr sem eru teymið sem standa okkur keppendum næst fagfólk fram í fingurgóma. Ég ber mikla virðingu fyrir Rúv og þeirra metnaði í dagskrárgerð.“

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

„Já, ég vona það, það væri gaman. En ég hef ekki hugmynd, einhver sniðugur í viðburðarstjórnun kemur vonandi með góða lausn á því máli, bara að hafa nóg pláss fyrir fólk að gleðjast og dansa, því Eurovision snýst um glimmer og gleði!“




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson