Söngvakeppnin er mikill pakki

Gyða Margrét og Þórir Geir flytja lagið Brosa í Söngvakeppninni.
Gyða Margrét og Þórir Geir flytja lagið Brosa í Söngvakeppninni.

Gyða Margrét Kristjánsdóttir flytur lagið Brosa ásamt Þóri Geir Guðmundssyni á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar, laugardaginn 10. febrúar. 

Af hverju Eurovision?

Það er góð spurning, en af hverju ekki?

Hvernig hófst vinnan við lagið?

Vinna hófst snögglega en vandlega, eftir að við Þórir komum inn í þetta verkefni fórum við fljótlega að taka upp lagið. Eftir það undirbjuggum við örlítið það sem koma skyldi enda leið ekki á löngu áður en við vorum byrjuð í alls konar viðtölum og stússi.

Hverju vonar þú að lagið skili til hlustenda?

Við vonum mest að íslenski textinn veki fólk til umhugsunar um samfélagsmiðlanotkun til dæmis, maður þarf að passa sig að líta upp og í kringum sig og kunna að meta það sem maður raunverulega hefur. Annars viljum við fyrst og fremst að lagið veki góðar tilfinningar, þá er það klárt mál að skila sínu.

Hvenær byrjaðir þú að syngja og hvernig byrjaði tónlistaráhuginn?

Ég byrjaði að syngja ung, fór fyrst á einhver hópnámskeið í söng. En 2010 byrjaði ég í einkatímum og í byrjun árs 2012 byrjaði ég að læra á píanó. Tónlistaráhuginn byrjaði líklega vegna fjölskyldu minnar svona mest þó svo að áhuginn sé einhvern veginn bara alltaf þarna. Foreldrar mínir kunna vel að meta tónlist og hlusta mikið á hana, ætli maður hafi ekki tekið það svolítið upp af þeim bara.

Uppáhalds-Eurovisionlagið?

Ég vil meina að uppáhalds-Eurovision lagið mitt sé Verka Serduchka – Dancing Lasha Tumbai. Ég er ekki alveg viss af hverju en ég samdi dans við það og allt á sínum tíma.

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina?

Undirbúningurinn gengur mjög vel, enda allt svo fagmannlegt fólkið í kringum þetta. Dagarnir ganga vel, að púsla þessu saman við vinnu er annað mál. Allt saman þess virði enda óendanlega skemmtilegt.

Hvað hefur komið þér mest a óvart i tengslum við Eurovision-ferlið?

Örugglega hvað það er mikið í kringum þetta, hugsa það komi mest á óvart. Maður kannski gerði sér aldrei grein fyrir því hvað þetta er raunverulega mikill pakki. Samt dúndurgóður pakki.

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

Klárt mál! Ekki spurning. Hvar keppnin yrði haldin, það er samt spurning. Kannski Egilshallarvellinum, nei guð ég veit það ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson