Vetrarbræður sigursælir

Hlynur Pálmason.
Hlynur Pálmason.

Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, kom sá og sigraði á dönsku kvikmyndaverðlaunahátíðinni Robert í gærkvöldi og hlaut alls níu verðlaun á hátíðinni. Hlynur hlaut meðal annars verðlaun fyrir leikstjórn. 

Hlynur var að vonum glaður þegar blaðamaður Politiken ræddi við hann í gærkvöldi. Hann segir þetta mikinn heiður fyrir alla þá sem komu að gerð myndarinnar. „Nú höldum við partý og dönsum,“ sagði Hlynur. 

Vetrarbræður.
Vetrarbræður.

Vetrarbræður gerist í einangraðri verkamannabyggð á köldum vetri. Myndin segir frá bræðrum og hvernig þeirra daglega rútína er einn dag brotin upp með ofbeldisfullum deilum milli þeirra og annarrar fjölskyldu á vinnustaðnum. Hlynur bæði leikstýrir og skrifar handritið en hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum 2013.

Kvikmyndin var tekin í Danmörku 2016 og með helstu hlutverk fara Elliott Crossett Hove, Simon Sears, Victoria Carmen Sonne og Lars Mikkelsen.

Myndin hefur fengið litla aðsókn í dönskum kvikmyndahúsum en aðeins átta þúsund miðar hafa selst. Hún hefur hins vegar raðað inn verðlaunum frá því hún var frumsýnd.

Umfjöllun um Vetrarbræður á Klapptré 

Vetrarbræður var opnunarmyndin á RIFF-kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust. Hún hlaut aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn í október.

Í fyrra fékk myndin fern verðlaun á Locarno-kvikmyndahátíðinni en 17 ár voru síðan íslenskur leikstjóri hefur keppt um Golden Leopard-verðlaunin. Árið 2000 var fyrsta kvikmynd Baltasars Kormáks, 101 Reykjavík, sýnd í Locarno. Þar áður hafði aðeins Friðrik Þór Friðriksson tekið þátt í aðalkeppninni, fyrst 1987 með Skytturnar og 1994 með Bíódaga.

Viðtal við Hlyn í Morgunblaðinu 

Frétt Politiken

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson