Allt þurfti að ganga upp á Skólavörðustígnum

Ari Ólafsson í nýju myndbandi við Our Choice.
Ari Ólafsson í nýju myndbandi við Our Choice.

Ari Ólafsson flytur lagið Heim með í Söngvakeppninni 2018. Á ensku kallast lagið Our Choice og er nú komið út myndband við ensku útgáfuna. Í síðustu viku kom út myndband við íslensku útgáfuna svo nú hefur Ari gert tvö myndband ásamt teyminu sem stendur á bak við lagið. 

Þórunn Erna Clausen samdi lagið og textana bæði á ensku og íslensku. Það var hins vegar Arnór Pálmi Arnarson sem leikstýrði meðal annars Áramótaskaupinu 2017 sem leikstýrði myndbandinu. Thómas Marsall sá síðan um myndatökuna. 

Hann tók meðal annars upp nýjasta myndband Bjarkar Guðmundsdóttir sem er algjört listaverk. Þessir tveir eru algjörir snillingur og frábært að fá tækifæri til að vinna með svona hæfileikaríku fólki,“ segir Þórunn Erna. 

„Myndbandið er allt tekið í einu skoti sem er virkilega krefjandi en ótrúlega skemmtilegt.  Það lá oft við að við myndum verða fyrir bíl, eða rekast utan í ljósastaura, en allt þarf að ganga til að takan gangi upp í heildina. Í einhver skipti vorum við næstum búin að ná þessu öllu og þá á síðustu sekúndunni keyrði akkúrat bíll inn í skotið og við misstum af loka augnablikinu þannig og þá þurfti að taka allt upp á nýtt,“ segir Þórunn Erna um upptökuferlið.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson