Ástæðan fyrir því að fína kryddið snýr aftur

Victoria Beckham var fína kryddið í Kryddpíuhópnum.
Victoria Beckham var fína kryddið í Kryddpíuhópnum. AFP

Spice Girls tilkynntu um endurkomu sína um síðustu helgi. Hingað til hefur fína kryddið, fatahönnuðurinn Victoria Beckham, ekki haft mikinn áhuga á að snúa aftur með Kryddpíunum en eitthvað breyttist á síðasta ári.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2018/02/03/kryddpiurnar_stadfesta_endurkomu/ 

Frú Beckham hefur vegnað vel með fatamerki sitt síðustu ár og hefur viljað fjarlægjast söngferil sinn. MeToo-byltingin átti hins vegar þátt í því að Beckham ákvað að snúa aftur samkvæmt Mirror

„Time's Up og #MeToo hafa vakið athygli á því hversu öflugar við getum verið þegar við vinnum saman að breytingum,“ sagði frú Beckham. Beckham segist alltaf hafa unnið að valdeflingu kvenna í starfi sínu. Þannig hafi hreyfingarnar sem spruttu upp í haust í kjölfar afhjúpana um kynferðisofbeldi í Hollywood aðeins styrkt sýn hennar. 

Kryddpíunar komu saman árið 2012 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í ...
Kryddpíunar komu saman árið 2012 þegar Ólympíuleikarnir fóru fram í London. AFP
mbl.is