Fannst sársauki sinn of lítill

Salma Hayek lenti í Harvey Weinstein eins og fleiri konur …
Salma Hayek lenti í Harvey Weinstein eins og fleiri konur í Hollywood. AFP

Leikkonan Salma Hayek var frekar sein til þess að stíga fram með sögu sína af Harvey Weinstein þegar hún gerði það í desember. Hayek segist hafa skammast sín fyrir að segja ekki frá þegar hún var beðin um það. 

Hollywood Reporter greinir frá því að Hayek hafi rætt um baráttu sína fyrir MeToo-hreyfinguna við Opruh Winfrey. Þar greindi hún frá því að hún hafi upphaflega afþakkað boð um að segja sögu sína. Í hvert skipti sem hún tók upp pennan fór hún að gráta og hætti við. 

Mikil ólga var þegar hafin þegar The New York Times hafði samband við Hayek og bað hana um að segja sína sögu. „Ég byrjaði að gráta þegar þau báðu mig og endaði á því að gera það ekki. Og svo skammaðist ég mín fyrir að vera skræfa. Ég var búin að styðja konur í tvo áratugi og svo var ég skræfa,“ sagði Hayek. 

Harvey Weinstein.
Harvey Weinstein. AFP

Hayek fannst í byrjun saga sín ekki mikilvæg og segir að þrátt fyrir upplifun sín hafi Weinstein virt hana. „Þegar upplýsingarnar um Harvey birtust skammaðist ég mín en sagði ekkert. En mér leið eins og sársauki minn væri of lítill miðað við hinar sögurnar.“ 

Hún segir að fyrri reynsla hennar af kynferðislegri áreitni hafi haft áhrif á rökstuðning sinn. „[Weinstein] var ekki fyrsti maðurinn sem gerði þetta við mig. Ég var mjög skynsöm í kringum hann. Ég tók mjög vel á því. Og það er kannski ástæðan fyrir því að hann nauðgaði mér ekki.“

Salma Hayek.
Salma Hayek. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason